fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkMeira en 2,5% hækkun hjá 32,6% leigjenda félagslegra íbúða

Meira en 2,5% hækkun hjá 32,6% leigjenda félagslegra íbúða

Tekist á í bæjarstjórn um hækkun á húsaleigu félagslegra íbúða

Um áramót hækkaði húsaleiga félagslegra íbúða í Hafnarfirði um 21% en samtals leigir Hafnarfjarðarbær út 265 félagslegar íbúðir.

Á móti kemur að nú munu leigjendur eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi en mismunandi er hversu mikinn stuðning hver leigjandi getur fengið.

Mjög var deilt á þessa hækkun í aðdraganda hennar enda höfðu menn ekki upplýsingar um hvernig þessi hækkun kæmi við leigjendur.

Í svari við fyrirspurn Samfylkingarinnar sem lögð var fram á fundi fjölskylduráðs 20. desember sl. kemur m.a. fram að meðalleiga standi nær í stað, fari úr 69.829 kr. í 69.025 kr. sem er innan við 1,2% lækkun.

Meira en 2,5% hækkun hjá 32,6% leigjenda

  • Hjá 18,5% leigjenda er hækkunin meira en 10%
  • Hjá 7,5% leigjenda er hækkunin 5-10%
  • Hjá 6,6% leigjenda er hækkunin 2,5-5%
  • Hjá 10,6% er hækkunin undir 2,5% og því undir ákvæði lífskjarasamninganna

Samtals er hækkunin því meiri en 2,5% hjá um þriðjungi leigjenda en hjá 57% leigjenda lækkar leigan.

Í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar á fundi í fjölskylduráð segir að ljóst sé að hækkun á leigu á íbúðum í félagslega íbúðakerfinu og breyting á reglum um sérstakar húsaleigubætur hafi mjög mismunandi áhrif á leigjendur í kerfinu. „Í þessum tilvikum er ljóst að hækkunin mun koma mjög illa við stóran hóp fólks, hóp sem síst er fær um til þess að taka á sig miklar hækkanir. Því er rétt að minna á tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga i tengslum við gerð lífskjarasamninga um að gjaldskrár hækki ekki umfram 2,5% á næsta ári. Samfylkingin lagðist gegn öllum gjaldskrárhækkunum umfram 2,5% við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs,” segir m.a. í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar.

Á bæjarstjórnarfundi í gær voru allsnarpar langar umræður um hækkunina og sögðu fulltrúar Samfylkingarinnar óásættanlegt að framlögð svör við spurningum þeirra um þau áhrif sem hækkun á leigu í félagslega húsnæðiskerfinu hafi á leigjendur hafi ekki legið fyrir áður en fjárhagsáætlun fyrir 2020 var samþykkt.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2