fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirNú má aðeins aka á 10 km hraða á Strandgötu

Nú má aðeins aka á 10 km hraða á Strandgötu

Ennþá skilti sem segir að hámarkshraðinn sé 15 km/klst

Ný umferðarlög tóku gildi um áramótin og m.a. breytinga er að hámarkshraði á vistgötum er lækkaður úr 15 km í 10 km eða um 67%!

Til að átta sig á þeim hraða þá væri hlaupari 4:13 klst. að hlaupa maraþon á 10 km hraða og 30 mínútur að hlaupa 5 km hlaup en til gamans má geta að 307 af 360 voru fljótari að hlaupa í síðasta 5 km FH-Bose almenningshlaupi.

Ekki eru áberandi skilti sem sýna að Strandgatan sé vistgata

Tvær götur í miðbæ Hafnarfjarðar eru merktar sem vistgötur, Strandgatan frá Lækjargötu að Reykjavíkurvegi og Fjarðargatan meðfram Firði, frá Lækjargötu að Linnetsstíg. Reyndar eru merkingar ekki mjög skýrar og strangt til tekið eru ákvæði skilta ekki virk fyrr en við þau og fyrsta skiltið á Strandgötunni er t.d. ekki fyrr en við Lækjargötuna norðan lækjar og ekkert skilti er sjáanlegt þegar ekið er yfir Linnetsstíginn en þvergötur ógilda umferðarmerki.

Heimilt er að dveljast og vera að leik á vistgötu. Ökumaður skal sýna gangandi vegfaranda sérstaka tillitssemi og víkja fyrir honum.

Ný reglugerð um sektir tók líka gildi en þar er að finna heimild til sekta fyrir ótrúlegustu atriði. Nú hækkar t.d. sekt fyrir akstur gegn rauðu ljósi úr 30 þús. kr. í 50 þús. kr.

Fjarðargatan er líka vistgata þó ennþá sé skilti um 15 km hámarkshraða.
Hér er ekkert skilti sem segir að þessi hluti Strandgötunnar sé vistgata

20 þúsund kr. sekt ef ekið er yfir 10 km hraða

Sérákvæði eru um of hraðan akstur á vistgötu og nú má sekta um 20 þúsund kr. ef ekið er yfir 10 km hraða og um 40 þúsund kr. ef ekið er hraðar en 20 km/klst.

Þá er rétt að minna á ákvæði í 99 gr. umferðarlaga þar sem segir: „Þegar ekið er meira en tvöfalt hraðar en heimilt er skal svipting ökuréttar ekki ákvörðuð skemur en í þrjá mánuði.“

Fyrsta merking um vistgötu er norðan við Lækinn

Ekki er vitað til þess að umferðarhraði hafi verið mældur á þessum vistgötum hvað þá að einhver hafi verið sektaður fyrir of hraðan akstur. Nokkrum sinnum hefur lögreglan verið spurð að því en þar hafa menn ekki getað svarað því til að þar hafi mælingar farið fram en ekki hefur verið leitað í skýrslum svo vel getur verið að það hafi verið gert í einstaka tilfellum.

Ökumenn hafa ekki verið allt of löghlýðnir á Strandgötunni, hér má sjá tvo bíla uppi á gangstétt og einn aka gegn einstefnu sem kostar fólk 20 þúsund kr. í dag

Þá er rétt að minna á að óheimilt er að leggja bifreið á vistgötu nema í þar til merktum stæðum og eru sektarákvæði skýr. Mjög algengt er að sjá bíla leggja uppi á gangstétt gegnt Ráðhúsi Hafnarfjarðar en þar hefur ekki, frekar en víða annars staðar í Hafnarfirði oft verið sektað fyrir stöðubrot.

Ennþá 15 km skilti

Þrátt fyrir að ný umferðarlög hafi tekið gildi 1. janúar sl. þá eru ennþá uppi skilti um 15 km hámarkshraða á Strandgötunni og Fjarðargötunni þar sem þær eru vistgötur og hafa nú 10 km hámarkshraða.

Ný umferðarlög

Sektarreglugerð

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2