fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirSkipulagsstofnun hafnar deiliskipulagi á Hraunum

Skipulagsstofnun hafnar deiliskipulagi á Hraunum

Meirihluti skipulags- og byggingarráðs ætlar að breyta aðalskipulagi til samræmis

Skipulagsstofnun hefur yfirfarið samþykkt deiliskipulag fyrir Hraun-Vestur í hinu svokallaða 5 mínútna hverfi. Þar er gert ráð fyrir 490 íbúðum á reit 1.1 og 1.4 sem markast af Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni, Helluhrauni og aðliggjandi athafnasvæði.

Var fulltrúum skipulagssviðs 9Hafnarfjarðarbæjar kynntar athugasemdir sem stofnunin gerir á fundi 3. desember í húsakynnum Skipulagsstofnunar og eftir þann fund hafa athugasemdirnar verið uppfærðar og voru þær kynntar á fundi skipulags- og byggingarnefndar í morgun.

Þarf að marka stefnu um þróun svæðisins

Stofnunin bendir á að ef fyrirhugað er að hefja uppbyggingu á svæðinu í samræmi við áform sem sett voru fram í lýsingu um fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu, Vesturhluti Hrauna, og í drögum að rammaskipulagi, Hraun vestur, sem vísað er til í skipulagsgögnum, þarf að marka stefnu um þróun svæðisins með breytingu á aðalskipulagi og málsmeðferð skv. 30. gr. skipulagslaga.

Áætluð hæð á byggingum skv. deiliskipulaginu er sýnd með punktalínum

Þar sem deiliskipulagið er ekki í samræmi við aðalskipulag, sem gerir ráð fyrir 60 íbúðum, hafnar Skipulagsstofnun að staðfesta deiliskipulagið sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti.

Fjölmargar athugasemdir

Stofnunin gerir í minnisblaði 28 athugasemdir og fram kemur að listinn sé ekki tæmandi.

  • Ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag, ekki fullnægjandi umfjöllun í greinargerð, gert ráð fyrir 60 íbúðum.
  • Ekki samræmi milli rammaskipulags og deiliskipulags varðandi fjölda íbúða, hæðir hús o.fl. Rammaskipulag ekki í gildi, en talsvert um tilvitnanir í það í greinargerð deiliskipulags sem taka á út.
  • Uppbygging í anda borgarlínu/rammaskipulags, skipting milli áætlaðs magns íbúðahúsnæðis, verslunarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis og annarrar starfsemi gjörbreytt.
  • Fyrirkomulag bílastæða og fjöldi í rammaskipulagi, ofan- og neðanjarðar, bílastæðahús, gjörbreytt.
  • Kynning fyrir auglýsingu deiliskipulagsins takmörkuð, ekki kynningarfundur.
  • Deiliskipulagið nær ekki til reits eða svæða sem mynda heilstæða einingu sbr. skipulagsreglugerð, þarf að rökstyðja.
  • Ekki er fjallað um hæðir húsa í greinargerð.
  • Kafli um hljóðvist í greinargerð er ófullnægjandi, ekki liggur fyrir hljóðvistarkönnun.
  • Umfjöllun um nýtingarhlutfall á bls. 7, koma þarf fram að um A og B rými sé að ræða.
  • Ekki er fjallað um jarðveg, þá mengun vegna fyrri starfsemi.
  • Gera grein fyrir byggingarmagni ofan- og neðanjarðar.
  • Gera á grein fyrir sérafnotarétti íbúð á jarðhæð.
  • Umfjöllun um umhverfismat er ófullnægjandi.
  • Ekki sýnt skuggavarp, eðlilegt að sýna.
  • Lyftur/þaksvalir handrið, hluti af hámarkshæð sem sýnd er á uppdrætti.
  • Sýna á innkeyrslu í bílakjallara á deiliskipulagsuppdrætti.
  • Skýra aðkomu slökkvi- og neyðarbíla.
  • Ekki gerð grein fyrir hjólastæðum.
  • Ekki eru skilmálar fyrir skilti.
  • Ofanvatnslausnir, gera grein fyrir fyrirkomulagi.
  • Gera grein fyrir fyrirkomulagi vegna dagvistunar og skóla, möguleiki á staðsetningu leikskóla á austurhluta svæðisins.
  • Gera grein fyrir frágangi leiksvæða.
  • Gönguleiðir liggja yfir á verndarsvæði ath.
  • Djúpgámar utan deiliskipulagssvæðis.
  • Samræmi milli uppdráttar og skýringa þarf að lagfæra.
  • Fjalla um gæði byggðar.
  • Gildi fyrirliggjandi athugasemda við endurauglýsingu.
  • Benda á deiliskipulag Vogabyggðar, Bryggjuhverfis, svæði 4 og Gufunes í Reykjavík hvað varðar innihald deiliskipulagsáætlana og framsetningu.

Meirihlutinn hafnar að taka rammskipulag til samþykktar í bæjarstjórn

Á fundi skipulags- og bygginarráðs í morgun lögðu fulltúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans til að rammaskipulaginu fyrir Hraun Vestur sem ráðið hefur þegar samþykkt, verði vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar sem rammahluti aðalskipulags.

Segja þeir í bókun að mikilvægt sé að það öðlist gildi því annars sé hætta á að látið sé eftir duttlungum og öðrum skammtímasjónarmiðum við uppbyggingu hverfisins.

Meirihluti skipulags- og byggingarráðs hafnaði tillögu Samfylkingar, Viðreisnar og Samfylkingar og tekur undir bókun meirihluta bæjarstjórnar þann 2.10.2019 um deiliskipulagið.

Þar sagði m.a.: „Meirihlutinn er þeirrar skoðunar að framkomin deiliskipulagstillaga sé í góðu samræmi við rammaskipulagið sem samþykkt var í skipulags- og byggingarráði þann 15. maí 2018 og vísaði til áframhaldandi úrvinnslu.”

Jafnframt ítrekar meirihluti skipulags- og byggingarráðs að meginforsenda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins sé uppbygging og þétting byggðar við samgöngumiðuð svæði og að uppbygging íbúða og þjónustu á þessum reit sé í fullkomnu samræmi við markmið svæðisskipulagsins.

Breyta á aðalskipulagi svo það samræmist deiliskipulagi

Í bókun meirihluta skipulags- og bygginarráðs (sem ekki er skilgreindur hver er) segir að brugðist verði við athugasemdum Skipulagsstofnunar með breytingu á aðalskipulagi til samræmis við fyrirhugaða uppbyggingu á reitnum.

Í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir 60 íbúðum en 490 skv. deiliskipulaginu sem samþykkt var. Í rammaskipulaginu var gert ráð fyrir um 150 íbúðum en marg oft er vísað í rammaskipulagið í greinargerð þó ekki sé vilji til að það verði samþykkt í bæjarstjórn.

Ásýnd úr suð-austri, frá Flatahrauni

Rammaskipulagið sem samþykkt var í skipulags- og byggingarráði

Deiliskipulagið fyrir Hraun Vestur

Deiliskipulagið fyrir Hraun Vestur skýringaruppdráttur

Tengdar greinar:

Glapræði í Gjótunum

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2