fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirHandboltiMakalaus og slyngur

Makalaus og slyngur

Stoltur af sínu fólki óháð FH og Haukum

Hafnfirðingar sem aðrir sátu spenntir og fylgdust með leikjum Íslands á EM í handbolta. Við Hafnfirðingar eigum þar góða fulltrúa í landsliðinu sem við getum öll verið stolt af.

Halldór Halldórsson var einn þessara áhugasömu og sendi Fjarðarfréttum þessar skemmtilegu línur:

„Ég, ef mig skyldi kalla, vil þegar fá að þakka handboltalandsliðinu fyrir árangurinn á EM. Ég bjóst við, satt að segja, að þeir myndu fljúga heim eftir þrjá leiki! Og bara svo það sé á hreinu, þá er það ekkert erfitt fyrir Haukamann að vera stoltur af öðrum íþróttamönnum í Hafnarfirði! Svo talar Gummi þjálfari líka alltaf um „drengina“ sína í landsliðinu!

Sækinn mjög í mörk hann er
makalaus og slyngur,
öðrum „drengjum“ af hann ber;
Aron Hafnfirðingur!

Kveðja, Halldór Haukamaður.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2