fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirHugmyndir um veg frá Ásvöllum að Skarðshlíð

Hugmyndir um veg frá Ásvöllum að Skarðshlíð

Ásvellir
Ásvellir

Verkfræðistofan VSB hefur gert þrjár hugmyndir fyrir Hafnarfjarðarbæ að vegatengingu frá Ásvöllum (götunni milli Ásvalla og Ásvallalaugar) fyrir Grísanesið og að Skarðshíð. Ein tillagan, tillaga C, gerir ráð fyrir að vegur liggi upp í Grísanesið og allar þvera fjölfarna gönguleið.

Ekki er gert ráð fyrir slíkri vegtengingu í aðalskipulagi en þarna er yfir óraskað hraun að fara.

Gerð hefur verið frumkostnaðaráætlun þar sem reiknað er með að hver lengdarmetri í götu kosti 250.000 kr.

  • Tillaga A               ca. 180.000.000
  • Tillaga B               ca. 191.000.000
  • Tillaga C               ca. 208.000.000
Horft frá Ásvöllum í átt til Skarðshlíðar.
Horft frá Ásvöllum í átt til Skarðshlíðar.

Engin ákvörðun hefur verið tekin um lagningu vegar þarna og ekki er að finna í fundargögnum hvers vegna þetta er lagt fram.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2