fbpx
Fimmtudagur, janúar 9, 2025
target="_blank"
HeimFréttirHaukar mæta Skallagrími í undanúrslitum

Haukar mæta Skallagrími í undanúrslitum

Dregið var um það í hádeginu í dag hvaða lið mætast í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna. Þar mætast Haukar og Skallagrímur annars vegar og Valur og KR hins vegar.

Skallagrímur sigraði ÍR í gærkvöldi 86-51 en áður höfðu Haukar sigrað Grindavík, KR hafði sigrað Keflavík og Valur hafði sigrað Breiðablik.

Skallagrímur og Haukar eru í 4. og 5. sæti í úrvalsdeildinni, bæði með 20 stig eftir 16 umferðir. Valur er á toppnum með 28 stig og KR í öðru sæti með 24 stig.

Skallagrímur sigraði Hauka nokkuð örugglega í síðasta leik liðanna 15. janúar sl. og einnig í í nóvember en Haukar sigraði hins vegar á útivelli í október sl.

Leikið verður fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17.30 og 20.15.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2