fbpx
Miðvikudagur, janúar 8, 2025
HeimFréttirHildur Guðnadóttir fékk BAFTA verðlaunin

Hildur Guðnadóttir fékk BAFTA verðlaunin

Hefur raðað til sín verðlaunum undanfarið og er tilnefnd til Óskarsverðlauna

Hafnfirska tónskáldið Hildur Guðnadóttir fékk í gær hin virtu bresku BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker.

Aðeins er vika síðan hún fékk Grammy verðlaunin fyrir tónlist sína í Chernobyl sjónvarpsþáttunum sem hún hafði líka fengið Emmy verðlaunin fyir og fyrr á árinu fékk hún Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina við Joker. Hefur hún raðað til sín viðurkenningum að undanförnu. Þá er hún tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina við Joker og er að mörgum talin mjög sigurstrangleg.

Aðrir sem voru tilnefndir fyrir bestur tónlistina við kvikmynd voru:

Thomas Newman fyrir 1917
Michael Giacchino fyrir JOJO RABBIT
Alexandre Desplat fyrir LITTLE WOMEN
John Williams fyrir STAR WARS: THE RISE OF SKYWALKER

Lesa má um allar tilnefndingar og vinningshafa hér.

Tengdar fréttir

Hildur Guðnadóttir hlaut Grammy verðlaunin

Hafnfirðingurinn Hildur fékk Golden Globe verðlaunin

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2