fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimLjósmyndirSungið, leikið og dansað á glæsilegri grunnskólahátíð - MYNDIR

Sungið, leikið og dansað á glæsilegri grunnskólahátíð – MYNDIR

Krakkarnir voru til mikillar fyrirmyndar sem er svo sem ekki í frásögur færandi

Árlega Grunnskólahátíðin var í dag. Félagsmiðstöðvarnar og grunnskólarnir í Hafnarfirði hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og það verið unglingum og verkefnum þeirra til sóma.

Skólarnir sýndu fjölbreytt atriði í Gaflaraleikhúsinu í morgun. Þar sýndu nemendur skólanna og leikhópur Gaflaraleikhússins afrakstur allskonar listtengdrar vinnu. Þarna komu fram upprennandi söngvarar, brot úr söngleik var sýnt, leikrit var sett á svið og troðfullt var í Gaflaraleikhúsinu og stemmingin góð.

Í kvöld var miklu tjaldað til en þá var dansleikur í Íþróttahúsinu Strandgötu þó svo eldri kynslóðir myndu kalla það allt annað. En stemmingin var gríðarlega góð og greinilegt sveitaþema var í gangi því kúrekastíllinn var áberandi. Hann var þó ekki að heyra hjá þeim fjölmörgu sem komu fram og skemmtu krökkunum og það var magnað að sjá þegar hópurinn dansaði, hoppaði og hreyfðist eins og fiskitorfa sem mesta fjörið var.

Þeir sem skemmtu á ballinu voru: Maxi X Daxi, Club dub, Auður, sigurvegarar söngkeppni Hafnarfjarðar þær Arndís Dóra Ólafsdóttir og Áróra Valdimarsdóttir úr Öldunni og Hekla Sif Óðinsdóttir úr Skarðinu, DJ Bratz og DJ Appolo.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta kíkti við í leikhúsinu og í íþróttahúsinu og upplifði þessa góðu stemmingu með krökkunum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2