fbpx
Miðvikudagur, janúar 8, 2025
HeimFréttirHildur Guðnadóttir fékk fyrsta íslenska Óskarinn

Hildur Guðnadóttir fékk fyrsta íslenska Óskarinn

Hafnfirðingurinn Hildur Guðnadóttir blómstraði í nótt við Óskarsverðlaunaafhendinguna

Tónskáldið og sellóleikarinn hafnfirski, Hildur Guðnadóttir, varð í nótt fyrsti Íslendingurinn til að hljóta hin eftirsóttu Óskarsverðlaun.

Hlaut hún verðlaunin fyrir tónlistina við kvikmyndina Joker og varð hún fjórða konan frá upphafi til að hljóta verðlaunin í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar.

Hildur Guðnadóttir var glæsileg þegar hún tók við verðlaununum.

Hildur var hrærð yfir móttökunum sem hún fékk en þetta var fyrsta tilnefning sem Hildur hefur fengið til Óskarsverðlaunanna. Hún minntist á fjölskyldu sína, eiginmann sinn og besta vin, Sam Slater, móður sína og son sem öll voru með henni við afhendinguna í nótt.

„Við stúlkurnar, konurnar, mæðurnar, dæturnar sem heyra tónlistina ólga í sér, vil ég segja: Látið til ykkar heyra. Við þurfum að heyra raddir ykkar,“ sagði Hildur í lok hjartnæmrar þakkarræðu sinnar í nótt og uppskar mikil fagnaðarlæti.

Eru þessi verðlaun enn ein rósin í hnappagatið fyrir Hildi sem þegar hafði hlotið Gold­en Globe-verðlaunin og BAFTA-verðlaunin fyr­ir tónlistina í Joker og Grammy- og Emmy-verðlaunin fyr­ir tónlist sína í þátt­un­um Cherno­byl.

Hér má sjá Hildi svara spurningum blaðamanna baksviðs eftir afhendinguna:

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2