fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirFjórir strákar ganga 100 km til styrktar föður eins þeirra

Fjórir strákar ganga 100 km til styrktar föður eins þeirra

Fjór­menn­ing­arn­ir og vinirnir Aron Breki Daní­els­son, Ásmund­ur Arnar Ólafs­son, Benja­mín Heimisson og Há­kon Aðal­steins­son ætla að ganga frá Mos­fells­bæ að Borg­ar­nesi núna um helg­ina, um 100 km leið en mark­miðið er að safna fé til að styrkja föður Benjamíns, Heimir Hilmarsson, sem greind­ist fyrir skömmu með krabba­mein á fjórða stig.

Sagði Aron Breki í samtali við Fjarðarfréttir að gangan legðist vel í þá félaga, búast mætti við roki í dag en veðrið ætti að vera betra á morgun. Gera þeir ráð fyr­ir að gangan taki um 48 tíma en þeir munu gista í tjaldi um nóttina en leðina segja þeir vera 101 km.

Leiðin sem þeir ætla að ganga.

Fjórmenningarnir eru fæddir 2001 og eru vinir síðan í Áslandsskóla. Þeir eru í björg­un­ar­sveit­ar­starfi hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar og reikna með að ganga í um 48 tíma samfleytt en þeir hafa æft sig vel fyrir ferðina.

Aron Breki, Ásmundur, Benjamín og Hákon.

Styrktarreikningur

Hægt er að styðja við söfnun strák­anna fyrir Heimir Hilmarsson með því að leggja inn á reikn­ing:
Kt: 2304012090 banki: 0545-14-2774

Þeir verða með live stream á leiðinni og ætla að birta myndir af sér á Instagram Adrenaline_iceland og undir myllumerkinu #Hjálpumstað á Facebook ef fólk vill fylgjast með.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2