fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirFrjálsarFH Íslandsmeistarar félagsliða í frjálsum íþróttum innanhúss

FH Íslandsmeistarar félagsliða í frjálsum íþróttum innanhúss

Glæsilegur árangur í hástökki

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika um helgina.

Fimleikafélag Hafnarfjarðar sigraði í stigakeppni félagsliða með 54,5 stig, 9 stigum á undan ÍR. Sigraði FH í kvennakeppninni með 30 stig, 5 stigum á undan ÍR og í karlakeppninni með 24,5 stigum, 4 stigum á undan ÍR. Breiðablik varð í þriðja sæti með 23 stig.

Kvennasveit FH
Karlasveit FH

FH fékk 26 verðlaun alls, 11 gull, 6 silfur og 9 brons
ÍR fékk 23 verðlaun alls, 4 gull, 10 silfur og 9 brons
Breiðablik fékk 12 verðlaun alls, 4 gull, 3 silfur og 5 brons.

2,15 m í hástökki

Kristján Viggó Sig­finns­son var langt yfir slánni í metstökkinu.

Á mótinu sló Kristján Viggó Sig­finns­son, 16 ára Ármenn­ing­ur, 23 ára gam­alt pilta­met í hástökki inn­an­húss þegar hann stökk 2,15 metra og átti mjög góða tilraun við 2,17 m.

Sló hann met Ein­ars Karls Hjart­ar­sonar, 2,12 m, frá 1997 á Meistaramóti Íslands sem þá var einnig haldið í Hafnar­f­irði.

Er þetta annar besti árangur Íslendings í hástökki frá upphafi svo framtíðin er björt hjá Kristjáni.

Kristján Viggó Sig­finns­son skoðar metstökkið með föður sínum sem jafnframt er þjálfari hans.

Fleiri fréttir frá mótinu verða birtar í kvöld.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2