fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífÁsvallalaug lang vinsælust meðal almennings skv. aðsóknartölum

Ásvallalaug lang vinsælust meðal almennings skv. aðsóknartölum

Birtar hafa verið aðsóknartölur að sundstöðum bæjarins fyrir árið 2019.

Aðsóknartölur að sundstöðum í Hafnarfirði.

Samkvæmt þeim hafa 597.365 komið í sundlaugar bæjarins á árinu eða að meðaltali 1.637 á hverjum einasta degi ársins, en svo mikið hefur ekki verið opið.

Rennibrautirnar í Suðurbæjarlaug.

Suðurbæjarlaug langvinsælust meðal fullorðinna

Athygli vekur hversu lítil aðsókn fullorðinna er að Ásvallalaug, en skv. tölunum komu þangað 67.000 fullorðnir á meðan 133.000 fullorðnir komu í Suðurbæjarlaug.

Sundhöllin hefur minnst opið af stóru sundlaugunum.

Misjafnlega talið

Setja má spurningarmerki við talningu í laugunum því í Ásvallalaug er áætlað sérstaklega hversu margir komi úr líkamsræktarstöð í húsinu en í Suðurbæjarlaug virðist sú tala vera áætluð inn í heildaraðsókn fullorðinna. Talningar almennings sem kemur í sund er nokkuð skilmerkilega talinn á meðan engar talningar eru til á þeim sem fara í sund eftir að hafa komið í líkamsræktarstöðvarnar sem eru í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug. Þær ættu e.t.v. að endurspegla alla sem koma í húsnæði sundlauganna og þá jafnvel þá sem leigja sal Sundfélagsins í Ásvallalaug. Allar tölur eru gefnar upp eins og nákvæmni talningar sé upp á stakan gest en svo er alls ekki.

Flestir koma þó í Ásvallalaug

Barnalaugin í Ásvallalaug er vinsæl

Ásvallalaug er greinilega mun vinsælli meðal barnafólks því skráð er koma 46.000 barna í Ásvallalaug á meðan 25.000 heimsóknir barna eru skráðar í Suðurbæjarlaug. Þarna er verið að telja hinn almenna notanda, ekki skólasund, æfingar sundfélags eða komur fólk úr líkamsrækt. Þegar því er bætt við komur barna og fullorðinna verður fjöldi gesta Ásvallalaugar 294.000 en fjöldi gesta Suðurbæjarlaugar er 210.000.

50 metra Ásvallalaug.
Þróun aðsóknar að sundstöðum Hafnarfjarðar frá 2007.

Hver Hafnfirðingur 20 sinnum í sund á ári?

Heildaraðsókn að sundstöðunum er skráð 597.000. Jafngildir það því að hver einasti Hafnfirðingur fari 20 sinnum í sund á ári.

Sundleikfimi í Ásvallalaug.

Almenningur, börn og fullorðnir eru skv. þessu nær helmingur þeirra sem koma í sundlaugarnar, eða 48% en skólasundið kemur næst með 29%. Sundfélagið er með um 11% af notkuninni rétt fyrir ofan „Annað“ í Ásvallalaug með 10%.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2