fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHafnfirski oddvitinn í Reykhólahreppi er hættur

Hafnfirski oddvitinn í Reykhólahreppi er hættur

Telur val á vegastæði ekki þjóna hagsmunum íbúa hreppsins

  • Hafnfirðingurinn Ingimar Ingimarsson er hættur sem oddviti í Reykhólahreppi og er ástæðan andstaða hans við val á leið Þ-H, sem Vegagerðin vildi sem sem styttingu á þjóðveginum um Barðaströndina og liggur yfir Þorskafjörð og meðfram honum um Teigsskóg, fyrir Djúpafjörð og Gufufjörð. Var Ingimar kosinn í embættið 2018.

Kusu þrír hreppsnefndarmenn með framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar, einn sat hjá og Ingimar kaus einn gegn veitingu framkvæmdaleyfisins.

Í yfirlýsingu sem Ingimar lagði fram á fundinum gerir hann grein fyrir ástæðu þessarar ákvörðunar, en þar segir hann m.a.:

„Ég tel mig ekki geta komið fram fyrir hönd sveitarstjórnar þegar kemur að Þ-H leið þar sem ég get ekki stutt ákvörðun sveitarstjórnar um að velja þá leið. Það er því eðlilegt að kosinn verði nýr oddviti sem styður og getur framfylgt ákvörðunum sveitarstjórnar í þessu stærsta máli okkar.

Ég er þó hvergi nærri hættur afskiptum af sveitarstjórnarmálum hér í Reykhólahreppi. Ég mun halda áfram sem sveitarstjórnarfulltrúi eins og ég var kosinn til. Enda eru fjölmörg verkefni sem varða hagsmuni Reykhólahrepps sem ég hef áhuga á að berjast í. Enda var ég kosinn af  íbúum Reykhólahrepps til að verja hagsmuni Reykhólahrepps og það mun ég gera hér eftir sem hingað til.“

Þá vísaði hann til valkostaskýrslu Viaplan þar sem fram komi svo ekki verði um villst hvaða kostur henti Reykhólahreppi og þorpinu á Reykhólum best og hver ekki.

Var Árný Huld Haraldsdóttir kosin nýr oddviti en Ingimar er nú varaoddviti Reykhólahrepps.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2