fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirGuðni forseti fékk fyrsta sokkaparið

Guðni forseti fékk fyrsta sokkaparið

Karlahlaupinu fretað vegna verkfalla

Forseta Íslands var í dag afhent fyrsta Mottumars-sokkaparið á Bessastöðum.

Hersing karlmanna, á aldrinum 6 til 70 ára, gekk upp að Bessastaðastofu í snjókófinu í dag og dró á eftir sér heimasmíðaðan gamlan vörubíl, sem var lestaður með kössum með Mottumars-sokkum. Var bíllinn smíði afa eins starfsmanns Krabbameinsfélagsins og hafði hann smíðað bílinn fyrir þá ungan son sinn.

Sokkana hannaði Gunnar Hilmarsson en Isabel Mía, dóttir hans var ein þeirra sem afhenti forsetanum fyrstu sokkana.

Á tröppunum við Bessastaði afhenti þau yngstu síðan forsetanum fyrsta parið af sokkunum.

Forsetinn þakkaði formlega fyrir sokkapörin í hlýjunni á Bessastöðum.

Mottumars er árlegt verkefni Krabbameinsfélagsins, sem er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og fjáröflun fyrir félagið. Í ár er lögð áhersla á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum.

Hreyfing skiptir máli – forsetinn verður héri í karlahlaupi

Rannsóknir sýna að reglubundin hreyfing dregur úr líkum á sjúkdómum á borð við krabbamein og að þeim sem greinast og hreyfa sig reglulega vegnar betur. Karlahlaupið verður því hlaupið í fyrsta sinn í ár til að hvetja alla til að sameinast í hreyfingu heilsunnar vegna. Forsetinn mun gegna hlutverki svokallaðs „héra“ í hlaupinu og leiða hóp þeirra sem ætla sér að fara hægar yfir en keppnisfólkið sem fær líka fína braut til að bæta tíma sinn.

Karlahlaupið var fyrirhugað á sunnudaginn, 5 km hlaup frá Hörpu en nú hefur verið ákveðið að fresta því vegna verkfalla.

Glæsilegur gamall leikfangabíll var notaður til að draga sokkapörin að Bessastöðum
Forsetinn tók vel á móti fulltrúum Krabbameinsfélagsins og hlaupurum.

Mottumars er í senn fjáröflun fyrir Krabbameinsfélagið og vitundarvakning um krabbamein hjá körlum.

Á hverju ári greinast rúmlega 800 karlar með krabbamein og í árslok 2018 voru á lífi tæplega 7.000 karlar sem höfðu fengið krabbamein. Rannsóknir sýna að karlar leita síðar til lækna vegna einkenna en konur, þeir leita sér síður stuðnings en konur, bæði í eigin veikindum og sem aðstandendur. Þessu vill Krabbameinsfélagið breyta.

Unga stúlkan er Isabel Mía Gunnarsdóttir og drengurinn er Þórir Gauti Ásuson, nemandi í Öldutúnsskóla.
Forsetinn beið af sér hríðarveðrið
Friðrik Ármann Guðmundsson hlaupari.
Emil Eggertsson flottur með bílinn

Ljósmyndir: Guðni Gíslason.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2