fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirVerkföll hefjast hjá bæjarstarfsmönnum 9. mars

Verkföll hefjast hjá bæjarstarfsmönnum 9. mars

Starfsfólk í frístundaheimilum í ótímabundið verkfall 9. mars verði ekki búið að semja.

88,9% félagsmanna í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar sem starfa hjá Hafnarfjarðarbæ samþykki verkfallsboðun. Atkvæðagreiðslan fór fram 17.-19. febrúar og var þátttaka 74%.

Verkfallsaðgerðir félagsins verða tvískiptar og hefjast 9. mars nk.

Annars vegar er það ótímabundið verkfall verkfall hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá frístundaheimilum bæjarins.

Hins vegar verða eftirfarandi verkfallsaðgerðir:

  • Tveggja sólarhringa allsherjarverkfall 9. og 10. mars.
  • Tveggja sólarhringa allsherjarverkfall 17. og 18. mars
  • Eins sólarhrings allsherjarverkfall 24. mars
  • Tveggja sólarhringa allsherjarverkfall 31. mars og 1. apríl
  • Ótímabundið verkfall allra félagsmanna hjá Hafnarfjarðarbæ frá 15. apríl.

Munu verkfallsaðgerðirnar víða hafa áhrif enda eru um 700 manns í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar. Félagsmenn starfa m.a. sem skólaliðar í grunnskólum, starfsfólk á sundstöðum og skrifstofufólk og fleira.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2