fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirViðburðum frestað vegna córónaveirunnar - engar heilsufarsmælingar í Hafnarfirði

Viðburðum frestað vegna córónaveirunnar – engar heilsufarsmælingar í Hafnarfirði

Áhrif córónaveirunnar eru farin að hafa töluverð áhrif á Íslandi en nú hafa 20 manns greinst með COVID-19 veikina, allt fók sem var að koma úr skíðaferðum. Ferðamenn hafa afbókað komu sína, Íslendingar hafa frestað utanlandsferðum og nú er sífellt algengara að viðburðum þar sem margir taka þátt sé frestað.

Þannig hafa t.d. árshátíðum verið frestað og stórsýningunni Verk og vit sem hefjast átti 12. mars í Laugardalshöll hefur verið frestað til hausts.

Heilsufarsmælingum í Firði frestað

Hafnarfjarðarbær í samstarfi við SÍBS Líf og heilsu og Hjartaheill hafði boðað ókeypis heilsufarsmælingar í Firði, 14. og 21. mars en skv. yfirlýsingu Ásgeirs Þórs Árnasonar, framkvæmdastjóra Hjartaheilla, sem sagði í gær í útvarpi að samtökin taki veiruna alvarlega, hefur öllum opinberum samkomum á vegum félagsins verið aflýst og ókeypis heilsufarsmælingum sem áttu að fara fram í Hafnarfirði hafi verið frestað.

Fulltrúi SÍBS segir í svari við fyrirspurn Fjarðarfrétta: „Við tökum ástandið alvarlega og stór hluti af okkar mælingafólki kemur frá sjúklingafélögunum og er því í áhættuhóp og þarf að fara mjög varlega. Hafnarfjarðarbær stendur fyrir heilsufarsmælingunni og við komum þar inn sem samstarfsaðilar. Enn sem komið er hefur bærinn ekki slegið viðburðinn af en hann fer eftir tilmælum Landlæknis. Hitt er annað að óvissa er um það, ef af verður, hvort að SÍBS nær að manna stöður mælingafólks þar sem við munum ekki leggja að okkar hefðbundna mælingafólki að taka þátt en mögulega geta aðrir komið í þeirra stað.“

Því geti SÍBS ekki svarað því af eða á, eins og staðan er, hvort af heilsufarsmælingunum verði.

Staðfestir Ásgeir Þór í samtali við Fjarðarfréttir að ekkert verði af þessum mælingum í Firði.

Atburðirnir eru þó enn auglýstir á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og á Facebook.

Uppfært kl. 14:26

Atburðunum hefur verið aflýst á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og á Facebook

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2