fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirSamið við bæjarstarfsmenn - Engin verkföll

Samið við bæjarstarfsmenn – Engin verkföll

Öllum verkfallsagðgerðum félaga í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar hefur verið aflýst en þau áttu að hefjast í dag.

Kjarasamningur hefur verið undirritaður á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB.

Samningurinn tekur til um 7.000 starfsmanna sveitarfélaga um allt land og gildir til 31. mars 2023.

Þau félög sem hafa undirritað kjarasamninginn og aflýst verkföllum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru:

Samstarf 6 bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinnna stéttarfélaga; Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar og Starfsmannafélag Suðurnesja.

Samflot bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinna stéttarfélaga; Félag opinberra starfsmanna á Austarlandi, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, Starfsmannafélag Fjarðabyggðar, Starfsmannafélag Húsavíkur og Starfsmannafélag Vestmannaeyja.

Kjölur, stéttarfélag í almannaþjónustu og Sameyki, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu.

Samið við ríki

Þá undirrituðu bæjarstarfsmannafélög innan BSRB kjarasamning við fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs á sjötta tímanum í nótt. og verkfallsaðgerðum því aflýst. Samningurinn gildir til 31. mars 2023.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2