fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirSkíðasvæðum og hótelum lokað í Suður-Týról

Skíðasvæðum og hótelum lokað í Suður-Týról

Tilkynnt var í dag að öllum rekstraraðilum gististaða og skíðalyfta í Suður-Týról hafi verið ráðlagt að loka þeim frá og með næsta miðvikudegi. Eru það samtök hótel- og gistiheimila í Suður-Týról, HGV, sem leggja til þessa lokun.

Er þetta gert í ljósi fjölda þeirra sem greinst hafa með COVID-19 veikina, ekki aðeins í Suður-Týról heldur einnig víðar í Evrópu.

Yfirvöld í Suður-Týról vilja með þessu tryggja öryggi bæði íbúa á svæðinu og gesta.

Lokaákvörðun um lokun er á ábyrgð rekstraraðilanna sjálfra en þegar hafa rekstraraðilar í Dólómítafjöllunum og Vinschgau orðið við þessum ráðleggingum. Fulltrúi Dolomiti Superski hefur tilkynnt ákvörðun um að ljúka skíðavertíðinni þegar á morgun, þriðjudag. Hjá flestum eru tvær vikur eftir af skíðavertíðinni en þó er tímabilið venjulega aðeins lengra hjá þeim sem eru hæst uppi.

Munu þessar lokanir hafa mikil fjárhagsleg áhrif og hefur þegar verið óskað eftir því að ítalska ríkið styðji þá sem verða fyrir tjóni, bæði móralskt og fjárhagslega.

Beherbergungsbetriebe und Seilbahnen sollen ab Mittwoch schließen

In Anbetracht der Tatsache, dass die Fälle der auf Coronavirus positiv getesteten Personen nicht nur in Südtirol, sondern in ganz Europa zunehmen, haben HGV-Präsident Manfred Pinzger, SBB-Präsident Leo Tiefenthaler, VPS-Präsidentin Esther Mutschlechner Seeber und der Präsident der Seilbahnunternehmen Helmut Sartori beschlossen, eine Empfehlung zur Schließung aller Beherbergungsbetriebe und Seilbahnen in Südtirol auszusprechen.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2