fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirUmhverfið16,8 milljóna króna styrkir til ferðamannastaða í Hafnarfirði

16,8 milljóna króna styrkir til ferðamannastaða í Hafnarfirði

1,5 milljarði kr. veitt til uppbyggingar á ferðamannastöðum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu í gær grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020. Samtals er nú úthlutað rúmum 1,5 milljarði króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem gerir kleift að halda áfram því mikilvæga verkefni að byggja upp innviði á ferðamannastöðum.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

Verulegur árangur náðst

Frá síðustu úthlutun hefur mikill árangur náðst í að auka og bæta við innviði um land allt og þannig getu þeirra svæða sem um ræðir til að taka við ferðamönnum. Þar má nefna áframhaldandi uppbyggingu gönguleiða, útsýnispalla og bílastæða innan Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls, viðgerðir á hleðslum við Snorralaug í Reykholti og smíði á stigum og pöllum við Stuðlagil, sem og við Hornbjargsvita til að bæta öryggi ferðamanna og vernda náttúru auk fjölda annarra verkefna.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2020

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, sem er í vörslu Ferðamálastofu, veitir styrki til 33 verkefna um allt land árið 2020 sem nema samtals 501,5 milljónum króna. Alls bárust sjóðnum 134 umsóknir að þessu sinni með styrkbeiðnum upp á 2,3 milljarða.

Hæstu styrkirnir nú eru styrkir til byggingar útsýnispalls á Bolafjalli í Bolungarvíkurkaupstað, áframhald uppbyggingar við Stuðlagil beggja vegna árinnar og bætt fráveitumál í Hrafntinnuskeri. Önnur verkefni sem fá hærra en 15 milljón króna styrki eru bætt salernisaðstaða við Aldeyjarfoss og bygging skýla til náttúruskoðunar við fuglastíg á Norðausturlandi.

Kortið sýnir staði sem fengu úthlutun úr Framkvæmdasjóði 2020, bláu deplarnir og úthlutun úr Landsáætlun 2020-2022, rauðu deplarnir.

Tveir styrkir til Hafnarfjarðarkaupstaðar

Leiðarendi

Hafnarfjarðarkaupstaður fær styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna uppbyggingar við hellinn Leiðarenda við Bláfjallaveg.

Er veittur 5.760.000 kr. styrkur til að fara í uppbyggingu á bílastæði eins og deiliskipulagið miðar við. Stæðið er staðsett á röskuðu svæði við vegöxl Bláfjallavegar. Fylla þarf í stæðin, valta og bera mulning í.

Verkefnið rímar vel við helstu áhersluþætti sjóðsins varðandi náttúruvernd, öryggi og uppbyggingu innviða á viðkvæmum ferðamannastað.

Krýsuvíkurberg

Af verkefnaáætlun Landsáætlunar 2020-2022 fær Hafnarfjarðarkaupstaður 11.000.000 kr. styrk til hönnunar á ferðamannastað við Krýsuvíkurberg, í samræmi við deiliskipulag. Deilist styrkurinn á þessi ár.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2