fbpx
Miðvikudagur, janúar 15, 2025
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífHafnarfjarðarbær gerir 821 milljónar kr. samning við Hópbíla

Hafnarfjarðarbær gerir 821 milljónar kr. samning við Hópbíla

Hafnarfjarðarbær hefur eftir útboð samið við Hópbíla um að fyrirtækið annist sérhæfða akstursþjónustu í Hafnarfirði næstu fjögur árin. Verkið felst í því að aka fötluðu og öldruðu fólki í Hafnarfirði til áfangastaða á höfuðborgarsvæðinu skv. nánari skilgreiningu.

Fyrir verkið fær Hópbílar 820.986.900 kr. fyrir fjögurra ára þjónustu en þarf að leggja fram 8,2 milljón kr. til tryggingar því að fyrirtækið standi við allar skuldbindingar sínar við Hafnarfjarðarbæ vegna verkefnisins. Heimilt er að framlengja samninginn um tvö ár, með samþykki beggja aðila, eitt ár í senn.

Var samningurinn samþykktur samhljóða í bæjarstjórn en með samningnum yfirtekur Hafnarfjarðarbær þessa akstursþjónustu sem áður var í sameiginlegri forsjá sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að Kópavogi undanskildum.

Hópbílar taka við akstrinum 1. júlí nk.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2