fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirBúið að moka vegi í upplandinu - fólk nýtur góða veðursins

Búið að moka vegi í upplandinu – fólk nýtur góða veðursins

Hafnfirðingar hafa verið duglegir að nýta upplandið til útivistar í góðviðrinu síðustu daga. Greinilegt er að fleiri eru frá vinnu eða skóla en áður og sjá má fólk á öllum tímum.

Skógræktarfélagið hefur rutt stíga umhverfis Hvaleyrarvatn og þar er oft fjöldi fólks.

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar hafa nú rutt vegi í upplandinu til að gera aðgengi betra og lagt áherslu á að ryðja bílastæði þar sem mikið er stoppað.

Þar sem vegirnir eru mjóir er rétt að fara varlega og getur sólbráð einnig valdið því að hálka myndast.

Stórhöfðastígurinn er í raun aðeins grófur slóði og því vonlaust að moka.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2