fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirFótboltiFH stúlkur halda sér í formi með heimaæfingum í knattspyrnu

FH stúlkur halda sér í formi með heimaæfingum í knattspyrnu

Leikmenn meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá FH hafa þurft að æfa heima eftir að samkomubann var sett á.

Óvíst er hvenær keppni hefst í úrvalsdeildinni vegna kórónuveirunnar en leikmenn FH liðsins hafa haldið sér í formi með heimaæfingum. Hjörtur Hinriksson, styrktarþjálfari meistaraflokks kvenna, hefur séð um að búa til æfingaprógrömm fyrir leikmenn sem þær vinna heima hjá sér.

Auðvelt er að gera styrktaræfingar heima.

„Síðasta sumar fengum við GPS „poda“ til að „tracka“ leikmenn á öllum æfingum og það er engin undantekning á því þrátt fyrir að þær æfi heima. Það er mikilvægt að leikmenn haldi sér í formi þrátt fyrir að staðan sé þessi. Við þökkum þeim aðilum sem hjálpuðu til við að græja podana síðasta sumar. Podarnir hafa reynst okkur vel og munu gera það áfram,“ segir Árni Freyr Guðnason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH.

Snjórinn er lítil hindrun.

Fyrsti leikur FH var fyrirhugaður 1. maí gegn Breiðabliki í Kópavogi en Breiðablik varð í öðru sæti úrvalsdeildar í fyrra og verða því erfiður andstæðingur fyrir lið FH sem kom upp úr 1. deildinni í fyrra eftir að hafa endað í öðru sæti á eftir Þrótti Reykjavík.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2