fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirHlaupHljóp „keppnishlaup“ einn sem hafði verið frestað

Hljóp „keppnishlaup“ einn sem hafði verið frestað

Þriðja og síðasta FH-Bose hlaupið átti að vera í kvöld

Þriðja og síðasta FH-Bose hlaup vetrarins átti að vera í kvöld. En eins og svo mörgu öðru var því frestað, en það má alveg líta á það sem tækifæri.

Óskar Páll Elfarsson

Óskar Páll, vörustjóri Bose á Íslandi, skellti sér í hlaupagallann í dag og hljóp FH-Bose hlaupaleiðina einn. Hann hvetur fólk til að gera slíkt hið sama, hvort sem er einir eða þá með góðu bili á milli sín. Segir hann þetta fallega og skemmtilega 5 km leið í hjarta Hafnarfjarðar sem henti flestum.

„Með Bose Soundsport Free heyrnartól á hausnum er hægt að rölta leiðina með góða hljóðbók, skokka með notalegri tónlist, eða taka á öllu sínu og hlaupa eins og fætur toga með allt í botni í eyrunum,“ segir Óskar Páll og bætir við að það sé fátt sem bæti heilsu okkar, andlega eða líkamlega, eins og smá líkamleg átök úti við og sjaldan hafi verið jafn mikilvægt að rækta sjálfan sig eins og akkúrat núna.

Þegar FH-Bose hlaupið verður svo loks haldið, þá ættu flestir að geta mætt enn sterkari til leiks, í betra standi og náð betri tíma en ef allir hefðu hlaupið í dag.

Óskar Páll vildi svo endilega koma því á framfæri að Bose íþróttaheyrnartól væru á tilboði og að hægt sé að kaupa þau í vefverslun Origo .

FH-Bose hlaupaleiðina má finna á Strava:

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2