fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífSitja kyrr í sama stað og samt að vera að ferðast

Sitja kyrr í sama stað og samt að vera að ferðast

Ég er kominn upp á það
allra þakka verðast,
að sitja kyrr í sama stað
og samt að vera að ferðast.

Svona kvað Jónas Hallgrímsson forðum. Jarðarbúar ættu það þekkja sig í þessum aðstæðum í dag þar sem nær öll ferðalög hafa lagst af og fólk á Íslandi er hvatt til þess að vera heima um páskana.

Hafnfirska skáldið Anton Helgi Jónsson varð hugsað til þessara orða Jónasar er hann orti ljóðið Samt að ferðast og hafði reyndar eitt erindið innan gæsalappa í upphafi ljóðs síns.

Halldór Halldórsson

Annar Hafnfirðingur, Halldór Halldórsson varð að orði þegar hann las ljóða Antons Helga:

Mér í höfuð fluga fló
og flækst ég get með henni,
með „buxur, vesti, brók og skó“;
en bara ef ég nenni!

Ljóðið Samt að ferðast er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundur; það er að segja Antons Helga.

Samt að ferðast

„Ég er kominn upp á það
allra þakka verðast,
að sitja kyrr í sama stað
og samt að vera að ferðast.“

Vilji Jónas leggja lið
legg ég strax við eyra
ef nú saman sætum við
segðann eflaust fleira.

Þegar fjöldafundi hér
fyrirhyggjan bannar
heyrir fólk í sjálfu sér
og sjónarmiðin kannar.

Vafalaust best varast þjó
veirusmit og háska
ferðist hún nú eins og óð
innanhúss um páska.

Um Anton Helga Jónsson

Anton Helgi Jónsson fæddist 15. janúar 1955 á Sólvangi í Hafnarfirði. Fyrstu æviárin bjó hann í Hraunkoti við Hellisgerði en seinna í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu, þar sem móðir hans var húsvörður. Toni, eins og flestir kölluðu hann, gekk í Lækjarskólann, var í bekk hjá Herði Jafetssyni og vissi ekki betur en hann lifði í besta heima allra heima. Tólf ára fluttist hann til Reykjavíkur og bjó þar síðan í mörg mörg ár en flutti að lokum aftur í Fjörðinn og býr þar núna.

Ljóðavefur Antons Helga

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2