fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirLeitin að Söndru Líf enn árangurslaus

Leitin að Söndru Líf enn árangurslaus

Leit heldur áfram í dag

Enn hefur leit af hinni 27 ára Söndru Líf Þórarinsdóttur Long ekki borið neinn árangur en hún hefur ekki sést síðan á skírdag en Sandra Líf hefur veri búsett í Mosahlíðinni í Hafnarfirði síðasta ár.

Bíll hennar fannst við Kasthúsatjörn, við sandströndina á norðanverðu Álftanesi og í honum var sími hennar og taska.

Leitað hefur verið af sjó, úr lofti og á landi án árangurs.

Leit hafði verið hætt í gær er lögreglan fékk ábendingu kl. 21.30 í gærkvöld frá tveimur vegfarendum, sem töldu sig sjá torkennilegan hlut í sjónum, skammt frá landi. Vegfarendurnir voru á ferð skammt frá þeim stað þar sem bifreið Söndru fannst.

Var þá ákveðið að kalla til leitarflokka og báta frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar tók einnig þátt í leitinni. Á þessum tíma var háflóð á staðnum og nokkur sjór þannig að gaf nokkuð upp á garðinn. Leitin reyndist árangurslaus og var henni hætt um kl. 1.15 í nótt.

Í dag er gert ráð fyrir að skipulag leitarinnar verði með sama hætti og var í gærdag, auk þess sem drónar verða nýttir til leitar ef veður leyfir.

Sandra er grannvaxin, um 160 sm á hæð og með mjög sítt, rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó. Sandra var með karrígulan hálsklút með blettatígursmunstri og með svarta og gráan klút/hárband í hárinu.

Sandra Líf stundar nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands og vinnur sem þjónn með náminu.

Allir þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um ferðir Söndru Lífar eftir kl. 18 á skírdag eða vita hvar hún er niðurkomin eru hvattir til að láta lögreglu vita í síma 112.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2