fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífGleðilegt sumar! - Flöggum á fögrum degi

Gleðilegt sumar! – Flöggum á fögrum degi

Takið þátt í Litla Ratleik Hafnarfjarðar

Í dag er sumardagurinn fyrsti og í fyrsta sinn í eflaust heila öld sem honum er ekki fagnað með skrúðgöngum og gleði.

Það er þó engin ástæða til að vera dapur og margt hægt að gera.

Flöggum íslenska fánanum

Að sjálfsögðu flagga allir íslenska fánanum sem að geta og hægt er að taka með litla fána í gönguferðirnar.

Með Litla Ratleik Hafnarfjarðar á göngu um bæinn

Það er tilvalið að taka þátt í Litla Ratleik Hafnarfjarðar og njóta útivistar í bænum og allra næsta nágrenni. Leikurinn er á netinu, myndir, kort og fróðleikur og eina sem fólk þarf að hafa með er snjallsími og góða skapið. Reyndar má sleppa símanum ef fólk prentar út þá hluta leiksins sem þeir óska.

Staðirnir sem leikurinn leiðir þátttakendur á eru m.a. við Hvaleyri, við Langeyri, við Hjallabraut, við Arnarhraun, á Hamrinum, á Þúfubarði, á Jófríðarstöðum, við Ástjörn, í Lækjarbotnum og við Hvaleyrarvatn.

Smelltu hér til að skoða leikinn og deildu myndum og frásögnum á samfélagsmiðlum og merktu #LitliRatleikur

Vandlega hlaðin gata skammt frá Víðistaðatúni

Góða skemmtun og njótið sumarsins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2