fbpx
Þriðjudagur, janúar 21, 2025
HeimFréttirAtvinnulífJónína tekur við á forstjórastóli Coripharma

Jónína tekur við á forstjórastóli Coripharma

Bjarni K. Þorvarðarson fráfarandi forstjóri tekur við stjórnarformennsku

Jónína Guðmundsdóttir hefur tekið við stöðu forstjóra íslenska lyfjafyrirtækisins Coripharma. Bjarni K. Þorvarðarson fráfarandi forstjóri tekur við stjórnarformennsku.

Bjarni K. Þorvarðarson sem hefur verið forstjóri félagsins frá stofnun þess árið 2018 verður áfram einn af stærstu hluthöfum Coripharma og tekur við stjórnarformennsku á stjórnarfundi í næstu viku.

Jónína hefur sinnt stjórnunarstöðum í lyfjageiranum um 20 ára skeið. Hún leiddi viðskiptaþróun Medis í 15 ár og var lengi staðgengill forstjóra. Hún var áður framkvæmdastjóri Medis á Íslandi. Medis er dótturfyrirtæki Actavis/Teva sem sérhæfir sig í sölu á lyfjahugviti og samheitalyfjum til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim. Jónína lauk meistaragráðu í lyfjafræði við Háskóla Íslands 1999.

„Ég hef fylgst með Coripharma frá upphafi og er full eftirvæntingar að fá að vinna með okkar frábæra starfsfólki. Þetta er teymi á  heimsmælikvarða í þróun og framleiðslu samheitalyfja.

Það verður spennandi að fá að taka þátt í að efla sókn félagsins enn frekar á erlenda markaði enda vöruþróunin komin á gott skrið og markaðsstarfið því sérlega mikilvægt á þessum tímapunkti.

Á þessum sérstöku tímum þá leitar hugurinn einnig að mikilvægi þess að byggja upp og styrkja íslenskt atvinnulíf á sem fjölbreyttastan hátt. Við hjá Coripharma sjáum fram á einstök vaxtartækifæri og ætlum áfram að vera mikilvægur vinnuveitandi í þróunar- og tæknigeiranum á Íslandi,“ segir Jónína Guðmundsdóttir nýr forstjóri Coripharma í tilkynningu frá félaginu.

Valur Ragnarsson tekur sæti í stjórn

Valur Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri Medis, hefur tekið sæti í stjórn Coripharma. Valur hefur starfað hjá lyfjafyrirtækjum í þrjá áratugi og er menntaður lyfjafræðingur. Hann hefur jafnframt setið í stjórn nokkurra lyfjafyrirtækja.

Aðrir í stjórn Coripharma eru Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fráfarandi stjórnarformaður, Arnór Gunnarsson, Hrafn Árnason, Ólöf Þórhallsdóttir og Sigurgeir Guðlaugsson.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2