fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirPólitíkGekk Bjarney varabæjarfulltrúi erinda hagsmunaaðila og eigin í bæjarstjórn?

Gekk Bjarney varabæjarfulltrúi erinda hagsmunaaðila og eigin í bæjarstjórn?

Greiddi atkvæði gegn synjun bæjarstjórnar á kröfu Sörla um göngustígur í Gráhelluhrauni yrði aflagður.

Það undarlega atvik kom upp í bæjarstjórn að varabæjarfulltrúi Miðflokksins gekk greinilega eigin hagsmuna og hagsmuna Hestamannafélagsins Sörla á bæjarstjórnarfundi sem nú stendur yfir og lagði fram bókun þess efnis.

Til umræðu var erindi Sörla sem vildi láta leggja af vinsælan göngustíg í Gráhelluhrauni til hagsmuna fyrir hestamenn. Lá stígurinn út úr skóginum í norðri við svæði Sörla og var gert ráð fyrir göngustíg í gegnum svæði Sörla skv. skipulagi en því var breytt nýlega.

Var í undirbúningi að tengja stíginn til austurs áður en hann kemur að stíg við svæði Sörla og þvera svo bæði reiðstíginn meðfram Kaldárselsvegi og Kaldárselsveg þannig að stígurinn tengdist nýjum göngu- og hjólastíg sem síðar á að liggja alla leið í Kaldársel.

Hafði hestamannafélagið mótmælt því að reiðstígurinn yrði þveraður, en reiðstígar þvera þó Kaldárselsveg fjórum sinnum á stuttum kafla, þar af tvisvar við Hlíðarþúfur.

Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, fulltrúi Miðflokksins.

Lýsti Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, varabæjarfulltrúi Miðflokksins, eigin reynslu sem hestakonu, á samskiptum við hlaupara og hjólreiðafólk sem hafi farið inn á reiðvöllinn en all oft hefur opinberlega verið lýst uppákomum þar sem hestamenn og hlauparar hafa verið. Hafa hlauparar marg oft kvartað undan hótunum og ásökunum hestamanna en ekkert bannar gangandi eða hlaupandi að nýta stíg sem liggur frá göngustígnum í Gráhelluhrauni og að Kaldárselsvegi.

Greiddi Bjarney ein atkvæði gegn staðfestingu bæjarstjórnar á synjun skipulags- og framkvæmdaráðs á ósk Sörla um að þessi göngustígur yrði aflagður.

Var erindi Sörla um að leggja göngustíginn hafnað með atkvæðum 10 af 11 bæjarfulltrúa.

Sífellt fleira fólk í upplandinu

Nýting bæjarbúa og fleiri á upplandi bæjarins er sífellt að aukast og því mikilvægt að tryggja öryggi allra. Eins og áður hefur komið fram hefur lítið verið gert til að bæta göngustíga í upplandinu.

Varasamt hlýtur að vera með viðkvæma hesta innan um útivistarfólki í upplandinu og ef ekki er hægt að nýta landið í sátt og samlyndi hlýtur að þurfa að skoða að færa aðstöðu fyrir viðkvæma hesta annað.

Hestamannafélagið Sörli kærði til úrskurðarnefndar göngustíg í Gráhelluhrauni

Erindisbréf skipulags- og byggingarráðs frá 2011 hefur ekki hlotið staðfestingu

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2