fbpx
Sunnudagur, nóvember 17, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniHvetja börn til að teikna fallegar hugsanir í átakinu „Knús í kassa“

Hvetja börn til að teikna fallegar hugsanir í átakinu „Knús í kassa“

Börn geta komið með teikningar til eldra fólks og sett í kassa í verslun Pennans Eymundsson á Strandgötu

Penninn Eymundsson hefur hrundið af stað átakinu „Knús í kassa“ sem ætlað er að hlúa að eldri kynslóðinni sem hefur takmarkaða nærveru yngri kynslóðarinnar og sinna nánustu ættingjum nú á tímum kórónaveirunnar.

Sara Magnúsdóttir er hugmyndasmiðurinn á bak við átakið sem fer af stað í dag í verslunum Pennans Eymundsson og stendur til 10. maí.

Ég er svo heppin að eiga fimm barnabörn sem gera mikið af því að teikna þegar þau eru í heimsókn hjá mér og myndir þeirra gleðja mig sannarlega. Það er hluti af því að ég fékk hugmynd um að leyfa eldra fólki á þessum covid-tímum að njóta þeirra mynda sem börn þessa lands teikna heima, nú eða í leikskólum og grunnskólum,“ segir Sara Magnúsdóttir sem er hugmyndasmiðurinn á bak við verkefnið.

Er öllum börnum landsins á leik- og grunnskólaaldri boðið að teikna fallegar hugsanir til þeirra sem dvelja á hjúkrunarheimilum landsins.

Er tekið á móti knús teikningum í verslunum fyrirtækisins til og með 10. maí og verða kassar þá fullir af knústeikningum afhentir hjúkrunarheimilunum.

Allt sem þarf eru litir, blað, falleg hugsun og koma svo teikningunni í verslanir Pennans Eymundsson í sérstaka knúskassa.

Starfsfólk Pennans Eymundsson á Strandgötunni í Hafnarfirði tekur að sjálfsögðu vel á móti börnum sem þangað koma með teikningar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2