Svokallaður ærslabelgur verður settur upp á ÓlaRunstúni í sumar en íbúar í grenndinni hafa kallað eftir því að aðstaðan á túninu verði bætt.
Ærslabelgur er uppblásinn belgur sem hægt er að hoppa og leika sér á en slíkur belgur var settur upp á Víðistaðatúni sl. sumar og hefur líkað vel. Er hann tímasettur þannig að loft er í honum daglega kl. 9-22.
Stýrihópur Heilsubæjarins Hafnarfjörður lagði til á fundi sínum í dag að ærslabelgur verði keyptur og settur upp á ÓlaRunstúni núna í sumar.
Vonir standa til þess að framkvæmdin geti hafist á næstu vikum.