fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirPólitíkEngin fyrri umræða um ársreikning Hafnarfjarðarbæjar

Engin fyrri umræða um ársreikning Hafnarfjarðarbæjar

Í sveitarstjórnarlögum er ákvæði um tvær umræður um ákveðin málefni t.d. um fjárhagsáætlanir og ársreikning sveitarfélagsins.

Í Hafnarfirði virðist hafa myndast sú hefð að það sé engin fyrri umræða og það mátti upplifa á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var í dag.

Fyrri umræða um ársreikninginn var síðasti liður á dagskrá fundarins og kynnti forseti að fyrir lægi að vísa honum til síðari umræðu. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hélt almenna tölu um ársreikninginn og þakkaði m.a. starfsfólki og góða samstöðu. Var þetta um 10 mínútna ræða og virtist öllum þykja eðlilegt að ekkert væri rætt um ársreikninginn á þessu stigi, þótt hann hafi verið lagður fram í bæjarráði og áður verið kynntur bæjarfulltrúum og gerður opinber.

Því má spyrja hvort síðari umræða geti farið fram ef sú fyrri hefur ekki farið fram. Þó má geta þess að forseti bæjarstjórnar gaf kost á umræðu þó augljóst væri á máli hans að ekki væri búist við því.

Loksins þegar umræðan fer fram, eftir tvær vikur, verður hann svo samþykktur í lok þess fundar og hægt að spyrja sig hvernig þetta samræmist 18. grein sveitarstjórnarlaga um tvær umræður í bæjarstjórn.

18. gr. Tvær umræður í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn skal hafa tvær umræður, með a.m.k. einnar viku millibili, um:

    1. samþykktir og aðrar reglur sem samkvæmt lögum eiga að hljóta staðfestingu ráðherra,
    2. staðfestingu ársreiknings,
    3. stefnumarkandi áætlanir sem gilda eiga til lengri tíma og taka til sveitarfélags í heild eða meiri hluta þess,
    4. tillögu um sameiningu við annað sveitarfélag skv. 2. mgr. 120. gr.

Sveitarstjórn skal hafa tvær umræður, með a.m.k. tveggja vikna millibili, um fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins skv. 62. gr. Ákvæði þetta gildir þó ekki um samþykkt viðauka við fjárhagsáætlanir.

Sambærileg ákvæði eru í öðrum löndum og m.a. í Georgíu í Bandaríkjunum eru ákvæði um tvær umræður en þá skal kynna málið á almennum fundi fyrst, síðan halda tvo fundi þar sem málin eru rædd og síðan afgreidd á enn einum fundinum.

Var það rökstutt m.a. með því að þegar fjárhagsáætlun væri í vinnslu þyrfti tíma til að yfirfara og meta tillögur og athugasemdir sem kæmu fram.

En í Hafnarfirði hafa um langt árabil í raun aðeins verið ein umræða um fjárhagsáætlun og ársreikninga þrátt fyrir skýr fyrirmæli um tvær umræður.

Hér má sjá hvað skráð er í fundargerð um fyrri umræðu:

Áætlanir og ársreikningar
15. 2004379 – Ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2019 og fyrirtækja hans, uppgjör, fyrri umræða

2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 7.maí sl.
Lagður fram ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2019 og fyrirtækja hans.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð vísar ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

Forseti ber upp tillögu um að vísa ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem fram fer þann 27. maí nk. kl. 14 og er tillagan samþykkt samhljóða.

Hafnarfjardarbaer_ársreikningur_2019_Drög.pdf

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2