Árið 2003 keypti Hafnarfjarðarbær spildu úr eignarlandi Geymslusvæðisins, um 40.603 m². Eignin var keypt til ráðstöfunar undir nýja legu Reykjanesbrautar en nú liggur fyrir að brautin verður ekki flutt heldur tvöfölduð í núverandi vegstæði. Hafin er vinna vegna breytingar á aðalskipulagi þar sem endanlega ákvörðun um legu Reykjanesbrautar verður tekin.
Í ljósi þessa hafa Geymslusvæðið og Hafnarfjarðarbær gert með sér samkomulag um að Geymslusvæði kaupi spildun til baka á uppreiknuðu kaupverði skv. kaupsamningnum.
Þar var verðið 753 kr. á m², alls 30.573.000 kr. miðað við byggingarvísutölu í júlí 2003 286,4 stig. Það þýðir að verði er í dag 1.946 kr. á fermeter, alls rúmar 79 milljónir kr. miðað við byggingarvísitölu í dag.
Verður Geymslusvæðinu heimilt að bæta landinu við land sitt í Kaphelluhrauni og deiliskipuleggja það til samræmis.
Gegn þessu mun Geymslusvæðið ehf. ekki gera neinar frekari kröfur á hendur Hafnarfjarðarbæjar vegna breytinga á aðalskipulagi svæðisins.
Samkomulag þetta er bundið þeim fyrirvara að óbreytt lega Reykjanesbrautar verði staðfest með breytingu á núgildandi aðalskipulagi.
Ekki skal þó verða af kaupum Geymslusvæðisins á landinu fyrr en framkvæmdir hefjast við
Reykjanesbraut samkvæmt nýju aðalskipulagi og allir kæru- og áfrýjunarfrestir eru liðnir.