fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirÆtlar að hefja undirskriftasöfnun til að krefjast íbúakosningar um sölu á hlut...

Ætlar að hefja undirskriftasöfnun til að krefjast íbúakosningar um sölu á hlut bæjarins í HS Veitum

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson hefur afhent Hafnarfjarðarbæ formlega tilkynningu um fyrirhugaða undirskriftasöfnun um að sala bæjarins á hlut sínum í HS Veitum fari í íbúakosningu.

Þetta er fyrsta formlega skrefið í ferli sem kveðið er á um í sveitarstjórnarlögum um að 20% íbúa sveitarfélags geti krafist íbúakosningar um mál.

Nú þarf bærinn að taka afstöðu til tilkynningarinnar og eftir það á undirskriftasöfnunin að geta hafist.

Segist Óskar vonast, að með samstöðuna að vopni, takist að stöðva þessi áform meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að einkavæða hlut sinn í þessu mikilvæga fyrirtæki, sem HS Veitur eru.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2