Kvennalið FH í knattspyrnu sótti Íslandsmeistara Breiðabliks heim í fyrsta leik Íslandsmótsins á Kópavogsvelli.
Breiðablik byrjaði með krafti og skoraði eftir tveggja mínútna leik. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eftir hornspyrnu.
FH-ingar vörðust af krafti og ekkert markvert gerðist fyrr en á 90. mínútu er Alexandra Jóhannsdóttir bætti öðru marki við. Staðan 2-0 fyrir Breiðablik.
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði svo þriðja mark Breiðablik í uppbótartíma eftir að Aníta Dögg, markmaður FH reyndi að sóla besta leikmann vallarins, Sveindísi Jane sem rænir boltanum af Anítu og skorar í autt markið.
FH stelpur eiga örugglega eftir að standa sig vel í næstu leikjum eftir erfiða byrjun gegn Íslandsmeisturunum.