fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttir45 fjallahjólakrakkar úr BFH kepptu í Heiðmörkinni

45 fjallahjólakrakkar úr BFH kepptu í Heiðmörkinni

Síðasta sunnudag kepptu 45 fjallahjólakrakkar og ungmenni í Ungdúrómóti Brettafélags Hafnarfjarðar. Keppt var í Heiðmörkinni með leyfi Garðabæjar og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Var þetta annað árið í röð sem BFH heldur slíka keppni en í fyrra var hún haldin á Hvaleyrarvatnssvæðinu í landi Hafnarfjarðar.

Ungdúró tekur nafn sitt af Enduro keppnisformi fjallahjólreiða þar sem þátttakendur hjóla saman lengri leið og aðeins er keppt á stuttum köflum inn á milli sem aðallega liggja niður á við. Það er svo heildartíminn á þessum keppnisbútum sem gildir, sá sem er með lægsta samanlagða tímann vinnur. Slíkar keppnir hafa verið haldnar fyrir fullorðna síðan 2014 en í fyrra var fyrsta skiptið sem þess konar keppni var skipulögð fyrir krakka og unglinga undir 18 ára aldri.

Mótið tókst gríðarlega vel að sögn skipuleggjenda og voru það glaðir krakkar og unglingar sem hjóluðu um í Heiðmörkinni á sunnudaginn.

Stelpurnar sem komust á pall í U11 flokknum. Ljósmynd: Snorri Þór Tryggvason

Keppt var í nokkrum flokkum og er hægt að sjá niðurstöður mótsins hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2