fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÁ döfinniEldri borgarar í Hafnarfirði ræna banka til að kaupa litla íbúð

Eldri borgarar í Hafnarfirði ræna banka til að kaupa litla íbúð

Amma Hófí er ný gamanmynd eftir Hafnfirðinginn Gunnar Björn Guðmundsson sem frumsýnd verður í Laugarásbíói á miðvikudag og á föstudag fer hún í sýningu um allt land.

Þau Edda Björgvinsdóttir og Þórhallur Sigurðsson, Laddi, fara með aðalhlutverkin, Edda sem Amma Hófí og Laddi sem Pétur. Fleiri leikarar eru í myndin; Steindi Jr., Víkingur Kristjánsson, Gísli Örn Garðarsson, Sveppi, Anna Svava Knútsdóttir, Pétur Jóhann, Gísli Rúnar Jónsson, Steinn Ármann Magnússon, Þorsteinn Guðmundsson og fleiri.

Myndin fjallar um eldri borgarana Hófí og Pétur sem eru olnbogabörn í kerfi sem hefur lítið gagn af þeim lengur. Þau eru orðin leið á aðbúnaðinum á elliheimilinu og ræna banka til að hafa efni á að kaupa sér litla íbúð.

Ýmis ljón eru í vegi þeirra og Hófí og Pétri lendir saman við harðasta handrukkara bæjarins og skósveina hans.

Gunnar Björn Guðmundsson

Gunnar Björn segir í samtali við Fjarðarfréttir að bæjarbúar hafi tekið kvikmyndagerðarfólki mjög vel og mikið var tekið upp í miðbænum. Þá gerist stórhluti myndarinnar inni á Sólvangi, þar sem kvikmyndaliðið hafði heila hæð út af fyrir sig eftir að nýja hjúkrunarheimilið reis við hlið Sólvangs.

Gunnar Björn er afkastamikill leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi og hefur skrifað fjölmörg handrit fyrir sjónvarp, leikhús og kvikmyndir. Þá hefur hann leikstýrt mörgum leikverkum Leikfélags Hafnarfjarðar og verið handritshöfundur að fjölmörgum áramótaskaupum sjónvarpsins.

Kvikmyndin Amma Hófí er hreinræktuð gamanmynd að sögn Gunnars Björns og er fyrir alla fjölskylduna.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2