fbpx
Mánudagur, janúar 6, 2025
HeimFréttirFjölgar í hópi ungmenna sem hvorki eru starfandi né í námi

Fjölgar í hópi ungmenna sem hvorki eru starfandi né í námi

Alls voru 1.164 ungmenni á aldrinum 16-19 ára hvorki starfandi né í námi í nóvember árið 2018 og hafði þeim fjölgað úr 986 árið áður. Þetta kemur fram í upplýsingum Hagstofunnar sem birtar voru í dag.

Milli áranna 2017 og 2018 jókst hlutfall ungmenna á aldrinum 16-19 ára sem hvorki voru starfandi né í námi. Mest var aukningin á meðal 19 ára ungmenna eða úr 8,1% árið 2017 í 10,8% árið 2018. Leita þarf aftur til ársins 2009 til þess að finna viðlíka hlutfall ungmenna á þessum aldri sem hvorki var starfandi né í námi en þá átti það við um 11,7% í þessum aldurshópi.

Þegar horft er yfir tímabilið í heild sinni kemur í ljós að hlutfall ungmenna sem hvorki voru í námi né starfandi var hæst á Suðurnesjum eða 9,6% en næst hæst var hlutfallið á Suðurlandi eða 6,7%. Hlutfallið var hæst á Suðurnesjum á árunum 2008 og 2009 þegar það var rúmlega 13% hvort ár fyrir sig en hefur síðan farið lækkandi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2