Ef rýnt er í tölur Hagstofununnar um íbúafjölda í Hafnarfirði kemur í ljós að aðeins hefur fjölgað um 1,9% á síðustu tveimur árum. Hins vegar hefur fjölgað um 7,5% frá því 2015 en íbúar voru skv. tölum Hagstofunnar 29.971 1. janúar sl.
Ef skoðuð er íbúaþróun eftir póstnúmerum kemur í ljós að frá 2015 hefur fjölgað um 6,8% í póstnúmeri 220 en 8,6% í póstnúmeri 221.
Síðustu 2 ár hefur fjölgunin hins vegar verið meiri í póstnúmeri 220 eða tæp 1,3% en aðeins um 0,3% í póstnúmeri 221.