fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirBjörgunarsveit Hafnarfjarðar fær nýjan blóðhund

Björgunarsveit Hafnarfjarðar fær nýjan blóðhund

Í ár eru 60 ár síðan Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði flutti inn fyrsta fullþjálfaða sporhundinn til Íslands  Einnig eru 50 ár síðan sveitin flutti inn fyrsta hreinræktaða blóðhundinn.

Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og Björgunarsveitin  Fiskaklettur sameinuðust eins og kunnugt er í Björgunarsveit Hafnarfjarðar og hefur sveitin haldið áfram sporhundastarfinu.

Núna hefur 15. hundurinn verið keyptur frá Ungverjalandi og er hann núna í fóstri hjá Hundaþjálfun Kristínar Sigmars á Spáni næstu sex mánuði. Þetta er blóðhundshvolpur og hefur fengið nafnið Píla.

Kristín Sigmarsdóttir með nýja sporhundinn Pílu.

Sveitin mun þá verða með tvo sporhunda sem talið er nauðsynlegt til að geta sinnt þeim störfum sem ætlast er til að geta sinnt útköllum.

Hér má sjá myndband þar sem Kristín segir aðeins frá hundinum sem hún var að taka við og starfi sveitarinnar Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði frá upphafi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2