Karlalið FH mætir Stjörnunni í Kaplakrika í dag kl. 16.30 í 8 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu.
FH er í 6. sæti í úrvalsdeilinni eftir 11 umferðir með 20 stig en Stjarnan er með 21 stig í 4. sæti. FH tapaði 1-2 fyrir Stjörninni á heimavelli 17. ágúst sl. en liðin mætast aftur 1. október í Garðabæ.
FH sló Þór út í 16 liða úrslitum, 3-1 en Stjarnan sló Víking R. út, 2-1.
Hin liðin í átta liða úrslitum eru Valur, HK, Breiðablik og KR en ÍBV er þegar komið í átta liða úrslti eftir sigur á Fram.