Fjölgun smita á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga veldur áhyggjum en 19 smituðust í gær. Flest smitin voru hjá ungu fólki, í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og hjá fólki sem kom í ákveðið vínveitingahús.
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagðist á upplýsingafundi Almannavarna í dag búast við að leggja fram tillögur í dag eða á morgun um hertari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu og sagði hann að þær myndu helst beinast gegn vínveitingastöðum.
Hvatti hann einnig fólk til að virða reglur og beita almennri skynsemi. Fólk sem er með einhver einkenni eiga alls ekki að mæta til vinnu að sögn Þórólfs sem hvatti fólk eindregið til að nota grímur í margmenni þar sem erfitt væri að framfylgja eins metra fjarlægðarreglunni og þar sem loftræsting væri ekki góð.

Sjá nánari upplýsingar á www.covid.is
Upplýsingar um Covid-19 á Íslandi
Góð ráð, traustar upplýsingar og nýjustu fréttir af COVID-19 og aðgerðum við að hefta útbreiðslu.