fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirNýjar loftmyndir væntanlegar í Granna fyrir helgi

Nýjar loftmyndir væntanlegar í Granna fyrir helgi

Fimm ára gamlar loftmyndir ekki nothæfar í upplýsingakerfi fyrir bæjarbúa

Granni er bæjarvefsjá með loftmynd af Hafnarfirði þar sem færðar eru inn allar götur, fasteignir, og fl. Þar má finna rafræna uppdrætti af húsum, hverfamörk, skipulag, verndarsvæði, friðlýsingar, umferðateljara, slysatíðni og m. fl.

Granni var tekinn í notkun í árslok 2019 en Hafnarfjarðarbær hafði verið með annað kerfi sem ekki lengur var þjónustað. Það er verkfræðistofan Efla sem rekur vefsjána en hún er uppfærð af starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar.

Það hefur pirrað marga að loftmyndin sem byggt hefur verið í Granna er frá 2015 og gefur því alls ekki rétta mynd af bænum en Hafnarfjarðarbær hefur ekki verið með fastan samning um kaup á loftmyndum undanfarin ár.

Hægt er að sækja ýmsar upplýsingar í Granna, m.a. skipulag. Þó eru einhverjir hnökrar því þegar smellt er á græna skógræktarsvæðið kemur upp skipulagsuppdráttur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Skv. upplýsingum frá Eflu mun ný loftmynd verða tekin í notkun, sennilega fyrir helgi, og ættu þá upplýsingar sem lesa má út úr myndinni að vera mun réttari en áður.

Þá mun verða hægt að skoða eldri loftmyndir til að bera saman við núverandi en þessi möguleiki hefur þegar verið til á map.is sem Loftmyndir reka.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2