fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirSmitum innanlands hefur fjölgað hratt - Mikilvægt að fylgja sóttvarnarleiðbeiningum

Smitum innanlands hefur fjölgað hratt – Mikilvægt að fylgja sóttvarnarleiðbeiningum

All greindust 45 smit á landinu í gær, þar af 6 í landsmæraskimun. Tekin voru 2.230 sýni innanland og 494 við landamærin.

Alls eru 2.362 í sóttkví og 400 í einangrun.

Fjöldi í einangrun eftir aldri.

2.009 af þeim sem eru í sóttkví eru á höfuðborgarsvæðinu og 356 þeirra sem eru í einangrinu.

Tölfræði frá og með 15. júní.

Helstu ráðstafanir í gildi:

  • Fjöldatakmörkun. Takmörkun á fjölda einstaklinga sem kemur saman miðast við 200 fullorðna. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin.
  • Almenn nálægðartakmörkun. Sóttvarnarlæknir hvetur til að 1 metra nálægðartakmarkanir séu viðhafðar sem oftast í umgengi við aðra, sérstaklega óskylda eða ótengda aðila.
  • Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 1 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Þar sem ekki er hægt að tryggja 1 metra fjarlægð milli einstaklinga þarf að nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur. Mikilvægt er að kynna sér leiðbeiningar um notkun andlitsgríma.
  • Nálægðartakmörkun í skólum. Í framhalds- og háskólum gilda sömu nálægðartakmarkanir, að hafa 1 metra á milli einstaklinga án þess að andlitsgrímur séu notaðar.
  • Nálægðartakmörkun í íþróttum. Snertingar eru heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Aftur á móti skal virða 1 metra nálægðartakmörkun í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Aðrir, meðal annars þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar, skulu einnig virða 1 metra nálægðartakmörkun. Þær íþróttagreinar sem ekki heyra undir ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) skulu setja sér leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttagreinar innan ÍSÍ.
  • Nálægðartakmörkun í sviðslist, tónlist og við kvikmyndatökur. Snertingar eru heimilar á æfingum í sviðslistum og tónlist á sama hátt og í íþróttum. Sama gildir um kvikmyndatöku.
  • Nálægðartakmörkun á líkamsræktarstöðvum. Takmarkanir vegna sérstakrar smithættu eru þær sömu á líkamsræktarstöðvum og á sund- og baðstöðvum. Gestir mega þar aldrei vera fleiri en nemur þrír fjórðu (75%) af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.

Verslanir, opinberar byggingar og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi þurfa að:

    • tryggja aðgang að handsótthreinsi fyrir almenning og starfsmenn við innganga og í grennd við yfirborð sem margir snerta s.s. snertiskjái og afgreiðslukassa
    • sinna vel þrifum og sótthreinsun yfirborða sem margir snerta eins oft og unnt er
    • minna almenning og starfsmenn á einstaklingssóttvarnir með merkingum og skiltum

Sundlaugar og veitingastaðir þurfa að tryggja að gestir geti haft 1 metra bil á milli sín í öllum rýmum með fjöldatakmörkun í samræmi við stærð hvers rýmis. Gestum skal einungis verði boðin sitjandi aðstaða á veitingastöðum.

Starfsemi sem í eðli sínu felur í sér að gestir noti sameiginlegan búnað s.s. íþróttastarf, líkamsræktarstöðvar, spilakassar og spilasalir geri hlé á starfsemi eða sótthreinsi slíkan búnað milli notenda.

Söfn, skemmtistaðir og aðrir opinberir staðir geri hlé á starfsemi sé ekki hægt að tryggja að farið sé eftir fjöldatakmörkun eða að bil milli ótengdra aðila geti ekki fylgt nálægðartakmörkunum.

Opnunartími skemmti- og vínveitingastaða er til kl. 23:00.

Heimilt er að sekta vegna brota á sóttvarnareglum

Sektarákvæði vegna brota sem tengjast nálægðartakmörkunum.

Sektarákvæði vegna brota sem tengjast samkomutakmörkunum, sóttkví og vegna einangrunar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2