fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirStjórnendum Sjúkratrygginga Íslands fækkað með nýju skipuriti, m.a. eftir ábendingar frá Ríkisendurskoðun

Stjórnendum Sjúkratrygginga Íslands fækkað með nýju skipuriti, m.a. eftir ábendingar frá Ríkisendurskoðun

Á fundi stjórnar Sjúkratrygginga Íslands í gær var samþykk nýtt skipurit sem byggist á nýrri stefnu en stjórnin setti stofnuninni langtímastefnu og er það í fyrsta sinn sem það er gert.

Þessari skipulagsbreytingu er ætlað að aðlaga stofnunina að þeim verkefnum sem henni eru ætluð samkvæmt lögum og heilbrigðisstefnu og jafnframt að bregðast við þeim ábendingum sem Ríkisendurskoðun hefur beint að stofnuninni.

Breytingin byggist á ítarlegri greiningar- og stefnumótunarvinnu innan stofnunarinnar þar sem styrkleikar og veikleikar hennar voru greindir. Allir starfsmenn komu að þeirri vinnu.

Stöðum stjórnenda verður fækkað en ekki er gert ráð fyrir að neinum verði sagt upp.
Nýtt skipulag tekur gildi 1.janúar 2021.

Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu, segir að gera þurfi ráðstafanir til að bæta samninga Sjúkratrygginga Íslands um heilbrigðisþjónustu. Að mati Ríkisendurskoðunar verði ekki séð að þessir samningar hafi almennt tryggt markviss kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu.

Einnig megi efast um að samningarnir séu í öllum tilvikum hagkvæmir eða stuðli að aukinni skilvirkni heilbrigðiskerfisins í heild.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2