fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífBílaleigan Hertz segir upp 66 starfsmönnum

Bílaleigan Hertz segir upp 66 starfsmönnum

Öllu starfsfólki bílaleigunnar Hertz á Íslandi var sagt upp fyrir helgi. Vísir greindi frá þessu og hefur eftir Sigfúsi Bjarna Sigfússyni, forstjóra félagsins, að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þessa ráðs í ljósi aðstæðna. Algert hrun hafi verið í tekjum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Vonaðist hann þó til að hægt verði að ráða sem flesta aftur um áramótin ef aðstæður leyfa en langtímaleiga hefur aukist á móti og sala bíla hefur gengið vel og því þarf að sinna.

Síðustu sumur hafi  starfsmenn Hertz verið á milli 130 og 140 talsins, en umtalsvert færri nú í sumar vegna hruns í komu ferðamanna.

Starfs­menn­irn­ir hafa síðustu mánuði verið á hluta­bóta­leiðinni en sú aðgerð renn­ur út í lok næsta mánaðar. Þeir verða í fullu starfi á upp­sagn­ar­fresti, sem almennt eru þrír mánuðir, en á þeim tíma greiðir ríkið 85% af laun­um hafi fyr­ir­tæki orðið fyr­ir a.m.k. 75% tekju­skerðingu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2