fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirAtvinnulífVerkföll í álverinu í Straumsvík samþykkt með miklum meirihluta

Verkföll í álverinu í Straumsvík samþykkt með miklum meirihluta

Skæruverföll hefjast 16. október

Stéttarfélög starfsmanna Rio Tinto á Íslandi hf. luku í dag atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla til að knýja á um nýjan kjarasamning.

Félagsmenn í fimm af sex stéttarfélögum samþykktu að boða til verkfalla með yfirgnæfandi meirihluta, þ.e. félagsmenn Félags rafeindavirkja, Félags íslenskra rafvirkja, FIT, VM og Hlífar.

Félagsmenn VR felldu hins vegar boðun verkfalla á jöfnu.

Af öllum greiddum atkvæðum voru yfir 80% fylgjandi boðun verkfalla.

Hefjast skæruverkföll því 16. október að öllu óbreyttu.

Félagsmenn stéttarfélaganna sem samþykktu verkfallsboðun hefja því skæruverkföll föstudaginn 16. október 2020.

Ef ekki semst fara sömu starfsmenn í ótímabundið allsherjarverkfall frá og með 1. desember 2020.

Kröfur starfsmanna hljóða upp á launahækkanir sambærilegar þeim sem samið var um í lífskjarasamningnum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2