fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirAtvinnulífÞórarinn leggur Spaðann þar sem Dominos er í miðbæ Hafnarfjarðar

Þórarinn leggur Spaðann þar sem Dominos er í miðbæ Hafnarfjarðar

Dominos lokar pizzastað sínum á Fjarðargötu um mánaðarmótin

Pítsastaðurinn Spaðinn sem opnaði í vor á Dalveginum hefur fengið góðar viðtökur en Spaðinn var langþráður draumur Þórarins Ævarsson, sem var framkvæmdastjóri Domino’s Pizza til ársins 2005 og síðar forstjóri IKEA þar sem hann varð þekktur fyrir að reka stærsta veitingastað landsins og sýndi að hægt er að selja mat á lágu verði.

„Það passar að Spaðinn ætlar sér að opna sitt annað útibú á höfuðborgarvæðinu í Hafnarfirði,“ segir Þórarinn þegar blaðamaður Fjarðarfrétta heyrði í honum.

Þórarinn Ævarsson eigandi Spaðans er spenntur fyrir að koma í Hafnarfjörð

Dominos lokar og Spaðinn opnar

Hann hefur tekið á leigu jarðhæðina að Fjarðargötu 11 þar sem Dominos hefur verið um langt skeið. Þórarinn var framkvæmdastjóri Dominos þegar fyrirtækið tók alla neðstu hæðia á leigu. Var 10 ára leigusamnigur að renna út sem Pizza-Pizza ehf., rekstraraðili Dominos kaus að endurnýja ekki. Dominos opnaði nýlega nýjan stað við verslun Krónunnar á Norðurhellu og rekur annan við hlið sömu verslunar á Flatahrauni.

„Á sínum tíma þegar ég var að fara af stað, þá leit ég hýru auga nokkrar staðsetningar í Hafnarfirði, en þær gengu þó ekki upp, af ýmsum ástæðum. Ég hinsvegar var ávallt með það á hreinu að ég þyrfti að opna stað í Hafnarfirði, helst fyrr en síðar,“ sagði  Þórainn og segir að þegar tækifærið síðan bauðst að opna á þessum fornfræga pizzastað í hjarta Hafnarfjarðar þá einfaldlega hafi hann orðið að slá til.

Fjarðargata 11 hýsti um árabil Jón Bakan í hluta neðri hæðarinnar, áður en Dominos kom þar inn og hefur því verið pizzastaður þarna í um 30 ár og stefnan er að svo verði áfram að sögn Þórarins.

Vonast til að ná jólavertíðinni

„Hafnarfjörður er án nokkurs vafa mest spennandi bæjarfélag landsins þegar kemur að því að opna veitingastað og ég er viss um að Spaðinn eigi þar ríkt erindi.  Hafnarfjörður er fjölskyldubær, en fjölskyldur eru einmitt helsti markhópur Spaðans,“ segir Þórarinn sem vonast til að geta náð jólavertíðinni en hann fær húsnæðið afhent um næstu mánaðamót.

Aðspurður segist Þórarinn hafa að markmiði að bjóða bestu kjörin. Með 32 pizzur á matseðli þar sem engin kostar yfir 2.500 kr. og eru stærri en hjá keppinautunum segist Þórarinn geta staðið við yfirlýsingar sínar. Hálfs lítra flaska af gosi kosti t.d. aðeins 150 kr. og brauðstangir aðeins 350 kr. sem sé mun ódýrara en aðrir bjóði. Segir hann að hægt sé að fá pizzu og gos fyrir undir 1.000 kr.!

 

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2