fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimFréttirRefur var fastur í víraflækju frá rafmagnsgirðingu

Refur var fastur í víraflækju frá rafmagnsgirðingu

Reynir Jónsson gekk fram á ref fastan í gaddavírsflækju í Reykjanesfólkvangi um 500 metra austur af Krýsuvíkurkirkju í dag.

Segir hann menn sýnilega hafa verið að leggja rafmagngirðingu þarna og fleygt þessu til hliðar og ekki hirt um taka með sér þessa hættulegu flækju gagnvart dýrum. Þarna eru beitarhólf fjárbænda.

Sagði hann þetta hafa verið hræðilegt fyrir dýrið.

Náði Reynir að halda dýrinu og skera það laust og var refurinn frelsinu feginn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2