fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimFréttirAnton Sveinn bætti Íslandsmet og setti Norðurlandamet

Anton Sveinn bætti Íslandsmet og setti Norðurlandamet

Hafnfirðingurinn Anton Sveinn McKee setti nýtt Íslands- og Norðurlandamet í 200 m bringusundi í morgun. Anton Sveinn tekur nú þátt í ISL mótaröðinni sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi.

Anton Sveinn sigraði í 200 m bringusundi á 2, 01.73 mínútum. Gamla metið átti hann sjálfur, 2, 02.94 mín. , sett á EM25 2019.

Tími Antons var einnig undir Norðurlandametinu sem Svíinn Eric Person átti 2.02.80 sem einnig var sett á EM25 í fyrra.

Anton synti einnig 50 m bringusund á 26, 29 sekúndum en Íslandsmetið er 26,14 sekúndur. Þess má geta að hann synti 50 metrana rétt eftir að hafa synt 200 m bringusundið.

Þetta er glæsilegur árangur hjá Antoni og það verður gaman að fylgjast með honum næstu vikurnar, en mótaröðin fer fram næstu vikurnar í Búdapest.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2