fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirFjarðarfréttir bornar í hús á morgun

Fjarðarfréttir bornar í hús á morgun

Nýtt blað á gömlum grunni komið á vefinn

Fyrsta tölublað Fjarðarfrétta verður dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði á morgun, fimmtudag. Blaðið þegar komið á netið og má lesa það hér.

Fjarðarfréttir komu fyrst út í apríl 1969 en útgáfu þess var hætt árið 1988. Þráðurinn er tekinn upp að nýju og því er blaðið 14. árgangur.

Fjarðarfréttir – fréttamiðill Hafnfirðinga | fréttavefur og vikublað

Markmið með útgáfu blaðsins er að flytja fréttir úr Hafnarfirði og af Hafnfirðingum og fréttir fyrir Hafnfirðinga. Blaðið verður rekið í nánum tengslum við www.fjardarfrettir.is þar sem oft er birt ítarlegra efni og vísað á tengla.

Guðni Gíslason ritstjóri
Guðni Gíslason ritstjóri

Það er Hönnunarhúsið ehf. sem gefur blaðið út en það hefur langa reynslu af útgáfumálum og sá m.a. um ritstjórn Fjarðarpóstsins, umbrot, auglýsingarsölu um 15 ára skeið. Þá hefur Hönnunarhúsið gefið út og séð um Ratleik Hafnarfjarðar fyrir Hafnarfjarðarbæ um langt skeið.

Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Guðni Gíslason sem hefur m.a. ritstýrt Fjarðarpóstinum sl. 15 ár, ritstýrði Skátablaðinu í 10 ár og Tímaritinu Ljósi um árabil og tekið gríðarlega mikið af ljósmyndum.

Bæjarbúar eru hvattir til að senda inn efni og ábendingar. Það má gera með því að senda netpóst , hringja í síma 565 4513 eða nota formið Fréttaskot á www.fjardarfrettir.is

Fjarðarfréttir er sterkur auglýsingamiðill, bæði blaðið og fréttavefurinn.

Hafið samband, fáið ráðgjöf og tilboð í auglýsingar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2